Sólborg Jónsdóttir

Áhuginn kviknaði snemma á kennslu fullorðinna

Ég heimsótti Sólborgu Jónsdóttur á heimili hennar í Seljahverfi.  Sólborg er deildarstjóra í tungumála- og fjölmenningardeild hjá Mími símenntun en hún hefur tekið þátt í Menntun núna verkefninu fyrir hönd Mímis.

Sólborg er uppalin á Sunnuflöt í Garðabænum með foreldrum sínum og tveimur eldri systrum og við áttum mjög mikið af dýrum en móðir hennar var formaður dýraverndunarsamtaka.  Hún fór í Mennta­skólann í Hamrahlíð og þaðan í ítölsku og sagnfræði.   Áhuginn á ítölskunni kviknaði í MH þar sem hún hafði frábæran ítölskukennara sem varð til þess að hún fór sem skiptinemi í sagnfræði í eitt ár til Bolognia á Norður Ítalíu og í framhaldinu ákvaða hún að taka ítölsku sem aukafag í háskólanum.

Hvernig kviknaði áhuginn á fræðslu fullorðinna?

Meðfram menntaskólanum vann Sólborg í Námsflokkum Reykjavíkum sem þá var staðsettur í Miðbæjar­skólanum við tjörnina þar sem hún vann á skrifstofunni og við ýmsa þjón­ustu.  Þar kviknaði áhuginn á fullorðinsfræðslu, mér hafði alltaf gegnið vel og liðið vel í skóla og það var upplifun fyrir mig að hitta allt þetta fullorðna fólk sem hafði gert svo mikið í lífinu en aldrei lokið skóla og fékk þarna tækifæri til að taka upp þráðinn og ljúka námi.  Starfið hjá Námsflokkunum þróaðist og ég var farin að skipuleggja námskeið og fyrsta kennslan sem ég tók að mér um tvítugt var að kenna íslensku fyrir útlendinga þegar ég kenndi blönduðum hóp byrjenda í íslensku.  Verk­­efnið var vissulega áskorun en Sólborg man eftir því að móðir hennar sem var kennari sagði við hana „Það er eitt öruggt og það er að þú kannt meira í íslensku en þau“ en námskeiðið gekk ágætlega og eflaust hafa skipulags­hæfi­leikarnir og kennaragenin frá móðurinni átt þátt í því.  Í gegnum árin hef ég, ásamt Þorbjörgu Halldórsdóttur, einnig samið mikið af námsefni í íslensku sem öðru máli. Bæði almennt efni og starfstengt efni til að nota á íslenskunámskeiðum á vinnustöðum.

Leiðin lá síðar til Mímis símenntunar en í deildinni sem Sólborg leiðir er boðið upp á kennslu í fjöl­mörgum tungumálum auk íslenskukennslu sem annað tungumál auk námskeiða fyrir fatlaða ein­staklinga hjá Fjölmennt.  Um­fangið á starfseminni er mikið en 99 íslenskunámskeið voru kennd á síðasta ári hjá Mími fyrir utan námskeið í öðrum tungumálum.  Mímir býður upp á margskonar námsbrautir fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og námskeið fyrir innflytjendur bæði íslenskukennslu og samfélagsfræðslu.

Þörf á samfélagsfræðslu og lægri námskeiðsgjöldum í íslensku

Landnemaskólinn er dæmi um námsbraut þar sem blandað er saman íslenskukennslu og samfélags­fræðslu auk þess sem þar hefur verið fléttuð inn starfsþjálfun m.a. í tengslum við Menntun núna verkefnið, fyrirtæki og stofnanir í Breiðholti.  Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá þessa reynslu og tengsl inn í atvinnulífið og læra íslenskuna utan skólastofunnar. Það sem hefur nýst sérstaklega vel í þessu verkefni er Íslenskuþorpið sem Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir hefur verið að þróa fyrst í Háskóla Íslands og hefur nú verið yfirfært á Breiðholtið í Menntun núna verkefninu þar sem fyrirtæki og stofnanir í hverfinu taka þátt í íslenskukennslunni (www.islenskuthorpid.is), sjá mynd af albönskum íslenskunemum sem tóku þátt í Íslenskuþorpinu.  Hjá Mími var þessi nálgun nýtt í þróun á starfsþjálfun útlendinga í leikskólum þar sem starfsfólk fékk þjálfun frá Íslensku­þorpinu um hvernig væri best að vinna með íslenskukennslu í starfsþjálfuninni, segir Sólborg.islenskuthorp albanski hopurinn

Í Menntun núna verkefninu upplifði maður að það er þörf á því að fara með þjónustuna til fólksins í hverf­inu þar sem fólk getur einnig fengið ráðgjöf og jafnvel barnagæslu.  Þar kom skýrt fram að verð á námskeiðum skiptir máli verkefnið niðurgreiddi námsskeiðin sem kosta almennt um 40 þúsund krónur en kostuðu 12.000 kr.  Þrátt fyrir að stéttarfélögin styrki nám­skeiðin þá vita ekki allir hvernig á að snúa sér varðandi þá styrki auk þess sem styrkirnir duga ekki nema fyrir 1-2 námskeiðum á ári. Reynslan sýnir að fólk þarf á samfelldri kennslu að halda til að ná árangri í íslenskunáminu, sérstaklega fullorðið fólk.  Það er svo margt sem hefur áhrif á hvernig gengur, aldur, uppruni, menntun, per­sónu­leiki, ertu opinn eða félagslyndur o.s.frv.   Það skiptir máli að hafa tækifæri til að æfa sig í tungumálinu t.d. í vinnunni.

Íslendingar virðast gera ríkari kröfu um að innflytjendur geti talað íslensku ef þeir koma frá landi utan Evrópu, almennt viðurkennt að Evrópubúar geti talað saman á ensku.  Mótsögnin í þessu er að fólk frá öðrum heimsálfum á oftast erfiðara með að læra íslenskuna auk þess sem margir tala svokallað tónamál og/eða eru ólæst á latneskt letur.  Mímir bíður upp á íslensku- og lestrar­nám­skeið fyrir þessa hópa.

Hvernig finnst þér íslenska fjölmenningarsamfélagið vera að þróast?

Það er frekar rólegt yfirbragð á fjölmenningarsamfélaginu hér enn sem komið er, maður veit af haturs­orðræðu og fordómum á netinu en það er ekki mjög áberandi auk þess sem ég hef valið að fylgjast ekki með því.  Ég hef kennt fólki frá um 80 löndum og það er ekkert endilega mín reynsla að það sé betra að skipta fólki eftir löndum, menntun eða öðrum þáttum.  Það sem sárvantar er sam­félags­fræðsla, þegar fólk kemur til landsins þá er það týnt og veit ekki hvar hægt er að fá upplýsingar þó t.d. Fjölmenningar­setrið á Ísafirði og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur geti veitt ýmsar upplýsingar.  Í Noregi er samfélags­fræðsla skylda og það er sama hvar þú býrð þú þarft að mæta á næstu sí­mennt­unar­miðstöð og fræðslan fer fram annaðhvort maður á mann eða í gegnum Skype á tungumáli við­komandi.

Í Menntun núna verk­efninu hefur verið unnið með hugtakið Brúarsmiði sem byggir á svipuð­um grunni og samfélags­fræðslan í Noregi þ.e. að þjálfa innflytjendur til að veita samlöndum sínum og fólki sem talar sama tungumál samfélagsfræðslu.  Brúarsmiðahugmyndin er frábær og það er nauð­synlegt að hafa sterka einstaklinga inn í mál­hópunum sem geta aðstoðað þá sem eru að koma til landsins.  Ísland er lítið land og tungumála­hóparnir eru fámennir en oft er einmitt leitað til einstak­linga innan þeirra sem oft eru undir miklu álagi en reyna að gera sitt besta.  Það væri mjög jákvætt ef þessir aðilar fengju þjálfun og greiðslu fyrir að veita móttökuráðgjöf og fræðslu. Það skiptir máli að innflytj­endur læri um lýðræðissamfélagið sem það býr í og það er mikilvægt fyrir okkur að fræða sérstaklega konur þannig að þær átti sig á réttindum sínum og hvernig gildi og reglur íslensks samfélags kunna að rekast á við hefðbundin gildi þeirrar menningar sem þær koma frá eða alast upp við.

Það þarf sérstaklega að huga að unga fólkinu og menntun þess. Ungt fólk af erlendum uppruna verður að hafa tækifæri til að ljúka framhaldsmenntun og bæði framhaldsskólar og framhaldsfræðslan (fyrir fullorðna) verður að aðlaga námsleiðir sínar og kennsluaðferðir svo að allir hafi jafnan rétt og möguleika til náms.

Ég sakna þess hversu lítið við sjáum útlendinga í fjölmiðlum þannig að við heyrum sjaldan viðtöl við fólk sem talar ekki fullkomna íslensku en við höfum oft takmarkað umburðalyndi gagnvart þeim ekki hafa fullkomið vald á tungu­mál­inu.  Við förum oft að tala ensku strax og við skiljum ekki alveg hvað fólk er að segja í stað þess að hlusta betur og spyrja, oft þurfum við að tala öðruvísi við þá sem eru byrjendur í tungu­málinu, tala í nefnifalli o.s.frv.

Lífið utan vinnunnar?DSC_0123

Ég á tvíburadætur þær Sunnu Tam og Tinnu Mai sem eiga víetnamskan föður sem ég var gift.  Í gegnum íslenskukennsluna kynntist ég víet­nömsk­um hjónum sem eru mjög góðir vinir mínir sem varð til þess að ég fór í ferð með þeim og stórfjöl­skyldunni til Víetnam sem var alveg frábær upplifun, ég var alltaf með heima­fólki og kynntist landinu á annan hátt, svaf m.a. uppí hjá ömmunni í húsinu og fór í heimsóknir inn á ótal einkaheimili, í þessari ferð kynntist ég fyrrum manni mínu. Við fórum síðan aftur til Víetnam til að hitta fjölskyldu hans og mér finnst mikilvægt að dætur mínar rækti uppruna sinn og tengsl við fjölskyldu sína í Víetnam þar sem þær eiga mikið af frændfólki og hálfsystkini.  Eftir þessa reynslu af Víetnam þá mæli ég með því að fólk fari til landa utan Evrópu til að kynnast annarri menningu og veruleika auk þess sem Víetnam er eitt öruggasta landið sem þú getur ferðast til.

Hvað tekur svo við hér í Breiðholtinu eftir Menntun núna?

Mímir símenntun ætlar áfram að bjóða upp á íslenskukennslu í Gerðubergi og svo má geta þess að við erum flutt í glæsilegt húsnæði á Höfðabakka en það er tiltölulega einfalt fyrir Breiðhyltinga að komast þangað með leið 12 í strætó eða á hjóli.