Fab Lab opnaði huga minn

Viðtal við Arnar Daða Þórisson 22 ára Breiðhylting sem kynntist Fab Lab í gegnum Menntun núna verkefnið 2014 og hefur verið fastagestur og leiðbeinandi þar síðan.  Arnar Daði Þórisson er fæddur og uppalinn í Breiðholti, hann á þrjú systkin, kærustu og þriggja ára gamla dóttur:  það var rosalega gaman að alast hér upp alltaf mikið í gangi, í dag er hverfið allt öðruvísi en fólk heldur, fyrir 10-15 árum var erfitt að skilja hjólið sitt eftir úti en það er hægt að gera það núna, allt orðið miklu rólegra, flottara og það er meira við að vera segir Arnar.

• • •

Kennari með mörg járn í eldinum

Viðtal við Unni Maríu Sólmundardóttr, Breiðhylting, grunnskólakennara, vefstjóra og útgefanda, sjá www.kennarinn.is.  Unnur María er hálfur Norðfirðingur, ólst upp á Akranesi en hefur frá 18 ára aldri búið í Reykjavík, lengst af í Breiðholtinu þar sem hún býr núna ásamt fjölskyldu sinni.   Unnur María er sjúkraliði, smíða- og grunnskólakennari kennir yngsta stigi í Breiðholtsskóla auk þess að stunda nám í hagnýtri Margmiðlun við Borgarholtsskóla sem hún lýkur í vor.

• • •