Um Hvunndagshetjur

Hugmyndin Stefania með síðunni Hvunndagshetjur er að birta fréttir um og viðtöl við hvunndagshetjur í lífinu.  Markmiðið er að fjalla um og segja sögur fólksins sem er öllu að jöfnu ekki í fréttunum.  Fólkinu sem er að sigrast á erfiðleikum í lífi sínu og fólkinu sem lífgar upp á tilveru okkar með glaðværð, umhyggju eða visku sinni.

Ritstjóri síðunnar er Stefanía G. Kristinsdóttir sem hefur starfað sem ritstjóri og ráðgjafi í eigin fyrirtæki Einurð ehf. um nokkra ára skeið.

Á síðunni verða upptökur, skrifuð viðtöl, myndbönd og ljósmyndir eftir því hvað hentar best því efni sem um er að ræða.  Ekki verður opið fyrir athugasemdir eða spjall á vefnum en lesendur og áhorfendur eru hvattir til að senda inn fréttaskot og hugmyndir að viðmælendum á stefania@einurd.is eða heyra í mér í síma 891 6677.  Einnig má setja inn hugmyndir á Facebook síðuna okkar.

Borgarblöð í samstarfi við Hvunndagshetjur 

Viðtöl við Guðbjörgu, Unni Maríu og Sólborgu birtast í Breiðholtsblaðinu í apríl og maí.  Markmiðið er að viðtölin okkar verði einnig birt í hverfis og svæðismiðlum tengdum viðmælendum okkar.