07/05/2015 by admin55
Sjálflærður ritstjóri og skúffuskáld
Viðtal við Þórð Ingimarsson ritstjóra hjá Borgarblöðum en þar ritstýrir hann m.a. Vesturbæjarblaðinu og Breiðholtsblaðinu. Einstaklega þægilegt andrúmsloft er á skrifstofunni og greinilegt er að Þórður er víðlesin og bókhneigður.
Þórður er ættaður úr Eyjafirði og Akureyri en flutti ungur suður. Það var fínt að alast upp í sveitinni en af því ég rataði ekki inn í landspróf þá gekk erfiðlega með alla skólagöngu eftir grunnskóla sem varð til þess að hann fluttist á mölina um tvítugt. Þórður tók upp þráðinn að nýju fyrir sunnan og lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann nýtti m.a. þau tækifæri sem opnuðust með kvöldskólanum. Þórður fór ekki í frekara formlegt nám eftir stúdentspróf og hefur þess í stað stundað sjálfsnám með bókalestri og síðustu ár í gegnum Internetið enda má segja að blaðamennska feli í sér ákveðið sjálfsnám.
Fastagestur fokkernum og í Staðarskála
Þórður hefur lengi starfað við blaðamennsku og ritstjórn. Hann ritstýrði Vikudegi á Akureyri frá Reykjavík og var fastagestur í fokkernum og Staðarskála á þeim tíma. Einnig starfaði hann sem blaðamaður hjá Tímanum og er nú ritstjóri Breiðholts- og Vesturbæjarblaðsins auk þess að koma að ritsjtórn Nesfrétta og efnisöflun fyrir Sveitarstjórnarmál. Þórður byrjaði í blaðamennsku 1988 í hjáverkum og það má segja að tölvutæknin hafi opnað enn frekar á þennan möguleika. Í dag er ekkert mál að skrifa hvar sem er, skiptir ekki máli hvort maður er í sveitinni eða erlendis þegar verið er að vinna efni.
Hvað varð til þess að þú fórst í blaðamennskuna?
“Ég einhvernvegin leiddist út í þetta, byrjaði ungur að skrifa, las mikið Guðberg Bergsson og fór að stæla hann og ýmsa aðra höfunda. Það var eiginlega átak að komast út úr því að stæla stórskáldin. Þrátt fyrir ástríðuna fyrir skáldskap þá hefur hann ekkert skrifað nema fyrir skúffuna sem hann hefur ekki opnað lengi. Þórður viðurkennir að hafa stöku sinnum gripið í skáldskapinn m.a. þegar hann vantaði barnasögu í blaðið. Það sem er skemmtilegast við blaðamennskuna er að kynnast fólki þó maður verði að geta skrifað um hvað sem er” segir Þórður.
Þrjár litlar eru bestu ellilaunin
Þórður er mikill fjölskyldumaður og þrátt fyrir að hann eigi bara einn son þá á hann þrjár yndislegar afastelpur sem hann telur vera sín ellilaun, sú yngsta er 20 mánaða og sú elsta 10 ára. Tengdadóttir Þórðar er frá Rúmeníu og þar hefur hann haft n.k. útstöð síðustu ár en fjölskyldan bjó um tíma í Rúmeníu en býr nú á Íslandi eða í Gamla Kópavogi þar sem Þórður býr einnig.
Hvernig líst þér á Ísland í dag og framtíðina?
“Það er greinilegur órói í samfélaginu í dag sem eflaust má rekja til þess hve sveiflukennt íslenskt samfélag hefur verið lengi sem leiddi á sínum tíma af sér hrunið. Finnst eins og þetta áfall hafi leitt til enn meiri óróa og tortryggni bæði í stjórnmálunum og í samfélagi þar sem allir þekkja alla og vinavæðingin var alsráðandi í aðdraganda hrunsins. Það sagði einhver stjórnmálamaður að við þyrftu fernar kosningar til að ná jafnvægi, ný öfl eiga eftir að koma fram á sjónarsviðið og flokkshyglin er ekki sú sem hún var” segir Þórður.
Stjórnarskáin þarf að vera einföld
Aðspurður um drög að nýrri stjórnarskrá þar sem m.a. er opnað fyrir persónukjör þá taldi hann ekki ólíklegt að einhvern tíman verði dustað rykið af þessum plöggum. “Mín skoðun er að stjórnarskráin eiga að vera sem einföldust og ekki eigi að pakka inn öllu lagasafninu í eitt plagg, vissulega þarf að skilgreina stjórnskipanina, eignarhald á auðlyndum og stöðu þjóðhöfðingja í stjórnarksránni segir Þórður. Það sem einna helst er umdeilt í núgildandi stjórnarskrá er málsskotsréttur forseta (26.gr.) sem var bætt við á sínum tíma sem varnagla og neitunarvaldi gegn stjórnvaldi sem hyggðist brjóta á grundvallar mannréttindum”.
Í lok viðtalsins barst talið að þróun jafnréttismála á Íslandi, árið 1970 þá þekkist varla að konur ynnu úti nema einhleypar konur og einstæðar mæður en fljótlega eftir það þá fjölgaði mjög á vinnumarkaði, ungar konur fóru í langskólanám í stað húsmæðraskóla og vildu skapa sér framtíð í atvinnulífinu. “Það hefur margt gerst í þessum málum þó við séum enn að reyna að vinna á launamuninum. En það eru ekki bara konur sem streymdu út á vinnumarkaðinn Ísland er orðið fjölmenningarsamfélag og fjöldi fólks flytur til landsins á hverju ári í leit að tækifærum, vinnumarkaðurinn kallar eftir verk- og tæknimenntuðu fólki sem ekki er til í landinu. Fjölmenningin er komin til að vera og gerir ekkert nema að bæta samfélagið líkt og gerðist með innkomu kvenna á vinnumarkaðinn” segir Þórður.